Fjölbreytt helgihald sunnudaginn 31. október



Sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju kl. 10.30. Biblíusaga, kirkjubrúður og mikill söngur. Ávextir, djús og litamyndir eftir stundina.
Sunnudagaskóli í Seyðisfjarðarkirkju kl. 11.00. Biblíusagan um örkina hans Nóa. Það má mæta í búningum og bangsar eru velkomnir. Auðvitað er svo mikill söngur. Kaka, djús og litamyndir í safnaðarheimili eftir stundina.
Í Vallaneskirkju er ljósastund / Allra heilagra messa kl. 20 og látinna minnst. Organisti er Torvald Gjerde og kór Þingmúla- og Vallanesirkju syngur. Prestur er sr. Þorgeir Arason. Björg Björnsdóttir les eigin ljóð.
Í Seyðisfjarðarkirkju er allra heilagra messa kl 20. Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Kórstjóri og organisti er Rusa Petriashvili.
Fermingarbörn þjóna í stundinni. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.
Ath. Næsta messa í Bakkagerðiskirkju verður bleik messa þann 7. nóvember kl. 14 (engin messa 31. október í Bakkagerðiskirkju eins og áður var auglýst).
Verið velkomin í fjölbreytt helgihald í kirkjunum okkar.
Posted on 27/10/2021, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0