Fjölbreytt helgihald í Egilsstaðaprestakalli sunnudaginn 17. október

Fjölskylduguðsþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 10.30.

Barnakór Egilsstaðakirkju syngur fyrir okkur og með okkur. Organisti og kórstjóri er Torvald Gjerde. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og leiðtogar sunnudagaskólans stýra stundinni og Mýsla og Rebbi láta sig ekki vanta! Hressing og litamynd á sínum stað í lokin. 

Sunnudagaskóli í Seyðisfjarðarkirkju kl. 11.00.

Berglind Hönndóttir ásamt leiðtogum leiðir stundina. Biblíusaga, söngur og kirkjubrúður. Litamyndir og hressing í lok stundarinnar.

Guðsþjónusta í Áskirkju kl 14.

Kór Áskirkju leiðir söng og organisti er Drífa Sigurðardóttir. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir kveður söfnuðinn. Kaffisamsæti í kirkjuselinu eftir guðsþjónustu.

Guðsþjónusta í Valþjófsstaðarkirkju kl 20.

Kór Valþjófsstaðarkirkju leiðir söng, einsöngur Einar Sveinn Friðriksson. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar og kveður söfnuðinn. Kaffisopi eftir messu.

Bleik messa í Seyðisfjarðarkirkju kl 20.00

Bláa kirkjan verður bleik í október í tilefni árverkniátaks gegn krabbameini. 

Sunnudaginn 17. október kl. 20 er kvöldmessa með bleiku þema.

Þórunn Óladóttir deilir reynslu sinni, styrk og von. 

Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng og organsiti og kórstjóri er Rusa Petriashvili.  Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Verið velkomin

Posted on 11/10/2021, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: