Frá prestum Egilsstaðaprestakalls
Samkvæmt fyrirmælum frá biskupi Íslands og almannavörnum hefur allt opið helgihald í október verið fellt niður. Engar messur eða sunnudagaskóli verða út október en fermingarundirbúningur og barna- og æskulýðsstarf heldur áfram.

Á tímum sem þessum er ekki óeðlilegt að kvíði eða depurð sæki að og við þurfum að hlúa að þeim sem í kringum okkur eru, og okkur sjálfum. Sem fyrr veita prestarnir viðtal, símleiðis eða í safnaðarheimili og Kirkjuseli. Hafa má samband í síma eða með tölvupósti og bóka viðtal.
Netföng og símanúmer presta
Ólöf Margrét, sími 662 3198, netfang olof.snorradottir[hjá]kirkjan.is
Kristín Þórunn, sími 862 4164, netfang kristin[hjá]p2.is
Sigríður Rún, sími 698 4958, netfang sigridur.run.tryggvadottir[hjá]kirkjan.is
Barna- og æskulýðsstarf:
Stjörnustund, kristið frístundastarf fyrir 1.-4. bekk:
Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju: mánudaga kl. 16-17.
Kirkjusel Fellabæ: þriðjudaga kl. 15-16.
Bíbí æskulýðsfélag
Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju: þriðjudaga kl. 20-21:30.
Æskó æskulýðsfélag
Seyðisfjarðarkirkja: miðvikudaga kl. 20
TTT Seyðisfirði
Seyðisfjarðarkirkja: miðvikudaga kl. 15:30-16:30
Posted on 06/10/2020, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0