Stjörnustund hefst að nýju!

Stjörnustund er kristið frístundastarf
fyrir börn í 1.-4. bekk.
Í hverri viku bröllum við eitthvað skemmtilegt eins og sjá má á dagskránni að neðan og helgistund með söng og biblíusögu er fastur liður. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu, nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar.
Stjörnustund í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4
Mánudaga kl. 16:00-17:00
Leiðtogar: Marteinn Lundi Kjartansson, Hólmfríður Ósk Þórisdóttir, Magnhildur Marín Erlingsdóttir og Ólöf Margrét Snorradóttir.
Í fyrstu samveru er kynning og leikir, nánari dagskrá kemur síðar.
Stjörnustund í Kirkjuselinu Fellabæ
Þriðjudaga kl. 15:00-16:00
Umsjón Ólöf Margrét Snorradóttir
Í fyrstu samveru er kynning og leikir, nánari dagskrá kemur síðar.
Posted on 23/09/2020, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0