Gleðilega páska! Helgistund frá Egilsstaðakirkju á páskadag

Drottinn er upprisinn, hann er sannarlega upprisinn.

The Institute for Creation Research

Gleðilega páska kæru vinir! Upptaka frá helgistund í Egilsstaðakirkju verður send út á Youtube rás kirkjunnar.
Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina, hugvekju flytur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Félagar úr kór Egilsstaðakirkju syngja, organisti er Torvald Gjerde.

Hér má horfa á helgistundina.

Guðspjall: Mrk 16.1-7
Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum?“ En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust.
En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.“

Posted on 12/04/2020, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: