TTT-matreiðslunámskeið

Mánudaginn 24. febrúar hefst TTT-matreiðslunámskeiðið aftur hjá okkur í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju. TTT stendur fyrir 10-12 ára svo þetta starf er ætlað krökkum í 5.-7. bekk. Getum bætt nokkrum áhugasömum í hópinn.
Við verðum kl. 17:30-19:00 á mánudögum fram að páskum (sex skipti) og hápunkturinn er svo að taka þátt í TTT-mótinu á Eiðum 27.-28. mars. Eins og í haust munum við elda og baka ýmislegt girnilegt. Helgistundin á sínum stað í hverri viku. Hráefniskostnaður er 2.000 kr. sem mætti leggja inn á 175-26-26, kt. 690777-0299. (Kostnaður og dagskrá á TTT-móti nánar auglýst síðar.) Hægt er að mæta á staðinn í fyrstu samveruna og skrá sig á staðnum. Leiðtogar verða sr. Þorgeir, Ásmundur Máni, Fannar og öflugir aðstoðarleiðtogar.
Posted on 20/02/2020, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0