Útimessa á Hryggstekk

Árleg útimessa í Egilsstaðaprestakalli verður á Hryggstekk í Skriðdal 23. júní kl. 11.
Þar sem messað er undir berum himni er gott er að taka með sessur eða eitthvað til að sitja á meðan messu stendur.
Kaffi á brúsa og nesti er einnig gott að hafa meðferðis svo að hægt sé að sameinast í messukaffi að messu lokinni.
Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og Torvald Gjerdi leikur á harmonikku undir almennum söng.
Sjá kort hér:

Verið öll velkomin.
Posted on 18/06/2019, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0