Færeysk-íslensk messa í Egilsstaðakirkju

Sunnudaginn 28. apríl kl. 10:30 verður færeysk-íslensk messa í Egilsstaðakirkju. Prestar verða sr. Sverri Steinhólm sjúkrahús- og fangaprestur hjá færeysku kirkjunni og sr. Bergur Joensen sóknarprestur í Þórshöfn og sr. Vigfús I. Ingvarsson, fv. sóknarprestur á Egilsstöðum. Kristilegur hópur frá Færeyjum spilar, syngur og vitnar. Um er að ræða nemendur Podas Ekklesias-biblíuskólans sem er hér á Austurlandi í vikuferðalagi. Túlkað verður á íslensku. Verið velkomin!
Posted on 23/04/2019, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0