Alþjóðlegur bænadagur kvenna – samvera föstudaginn 8. mars kl. 17 í Kirkjuselinu

Bænastund í tilefni af alþjóðlegum bænadegi kvenna verður í Kirkjuselinu Fellabæ föstudaginn 8. mars kl. 20.
Við biðjum saman og syngjum saman, heyrum sögur kvenna frá Slóveníu
og eigum notalega samverustund. Sigríður Rún og Ólöf Margrét
leiða stundina ásamt lesurum. Sigríður Laufey leiðir sönginn.
Alþjóðlegur bænadagur kvenna er samkirkjuleg hreyfing sem nær um víða veröld. Á hverju ári fáum við að heyra sögur kvenna frá mismunandi löndum og dáumst að styrkleika þeirra, finnum til með þeim og fáum hvatningu frá trú þeirra. Framtíðarsýn okkar er heimur þar sem allar konur geta sjálfar tekið ákvörðun um líf sitt.
Alþjóðlegur bænadagur kvenna er haldinn árlega fyrsta föstudag í mars. Hann var fyrst haldinn á Íslandi 8. mars 1935 á vegum Kristniboðsfélags kvenna en hefur verið árviss viðburður frá 1959, þá í umsjá Hjálpræðisherskvenna. Árið 1964 hafði Auður Eir Vilhjálmsdóttir forystu að því að kalla saman samkirkjulegan hóp kvenna til að undirbúa bænadaginn og hefur verið svo æ síðan. Í ár fögnum við því að alþjóðlegur bænadagur kvenna hefur verið haldinn hér á landi samfleytt í 60 ár.
Verið öll velkomin á bænastundina.
Posted on 04/03/2019, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0