Biblíuleshópur í Egilsstaðakirkju
Biblían er stórkostlegt rit – eða öllu heldur ritsafn. Milljónir manna um heim allan þiggja styrk og von úr lestri hennar. Biblíuleshópur starfar á Egilsstöðum í vetur. Nú á vorönn 2019 hittumst við á kaffistofu Egilsstaðakirkju á miðvikudögum kl. 18:00-19:15 – byrjuðum 6. febrúar og ætlum að hittast alla miðvikudaga fram að páskum. Við erum að lesa valda texta úr Matteusarguðspjalli og kafa þannig ofan í líf og starf Jesú. Við ræðum saman um textana með hjálp efnis frá finnska kristniboðanum Mailis Janatuinen sem heimsótti Egilsstaði í fyrra. Allir eru velkomnir að kíkja á biblíulestur og hvorki gerð nein krafa um þekkingu á Biblíunni né skuldbinding.

Posted on 13/02/2019, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0