Kyrrðardvöl við þröskuld aðventu

Bíð róleg eftir Guði, sála mín, því að frá honum kemur von mín.
Sálm 62.6

Aðventan er annasamur tími hjá flestum og í mörg horn að líta í aðdraganda jólanna. Auk þess reynist aðventan mörgum erfiður tími, t.d. vegna sorgar eða skammdegisins. Að þessu sinni mun Þjóðkirkjan á Austurlandi bjóða upp á sólarhrings kyrrðardvöl á Eiðum við þröskuld aðventunnar. Markmið hennar er að gefa fólki kost á að draga sig í einn sólarhring út úr ys hversdagsins og leita næringar í þögninni og í samfélaginu við Guð í fögru umhverfi – „hlaða batteríin“ í kyrrðinni.

Dvöl þessi fer fram í Kirkjumiðstöð Austurlands við Eiðavatn. Hún hefst föstudaginn 30. nóvember kl. 18:00 og lýkur síðdegis laugardaginn 1. desember (daginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu). Mestan hluta tímans er gert ráð fyrir þögn á staðnum. Öll dagskrá er valfrjáls. Ástríður Kristinsdóttir og sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson munu leiða kyrrðardvölina en þau hafa áralanga reynslu af kyrrðarstarfi.

Dagskrá kyrrðardvalarinnar:

Föstudagur 30. des.
Kl. 18:00 Koma (koma sér fyrir á herbergi)
kl. 18:30 Matur / kynning á dvölinni og þögnin hefst
kl. 19:30 Kyrrðarbænin
kl. 20:00 Íhugunarstund
kl. 21:00 Komið saman við altarið í lok dags
Kvöldhressing

Laugardagur 1. des.
Kl. 08: 30 Kyrrðarbæn
kl. 08:00 Morgunverður
kl. 10:00 Jesúíhugun
kl. 12:30 Hádegisverður / síðan frjáls tími t.d. til útivistar
kl. 14:30 Brotning brauðsins
Hlustunarhópur
Kaffi (heimferð um kl. 16)
Þátttaka í öllum samverustundum er valfrjáls!

Þátttökugjald er kr. 5.000. Innifalið: Gisting, fullt fæði og dagskrá. Gert er ráð fyrir að hver þátttakandi fái sérherbergi en taka þarf með sér rúmfatnað (sængur og koddar á staðnum).

Skráning og nánari upplýsingar: thorgeir.arason@kirkjan.is / 847-9289. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Posted on 26/11/2018, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: