Tónlistarstundir framundan
Fimmtudagurinn 28. júní kl. 20 í Egilsstaðakirkju:
Katrín Edda Jónsdóttir á píanó – Kristófer Gauti Þórhallsson og Þuríður Nótt Björgvinsdóttir á fiðlu.
Charles Ross, selló – Torvald Gjerde, orgel og píanó
Efnisskrá: Nemendur frá Egilsstöðum á framhaldsstigi spila mjög fjölbreytta tónlist m.a. eftir Bach, Mozart, Chopin, Rachmaninof og Piazolla og enda á kvartett eftir Mozart. Meðleikarar eru Charles Ross og Torvald Gjerde, tónlistarkennarar.

Öystein og Sóley
Sunnudagurinn 1. júlí kl. 20 í Vallaneskirkju:
Sóley Þrastardóttir, flauta
Öystein M. Gjerde, gítar
Efnisskrá: Saga tangósins eftir Piazolla, þættir sem sýna þróun tangósins á tuttugustu öldinni til dagsins í dag. Stutt stykki eftir Ibert og endar svo á þáttum úr Mountain Songs eftir Beaser, byggð á þjóðlögum.
Sóley er skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum og Öystein er tónlistarkennari á Héraði.
Enginn aðgangseyrir er á tónlistarstundum 2018. Sumardagskrána í heild má sjá hér.
Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands,
Fljótsdalshéraði, Alcoa, Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju.
Posted on 25/06/2018, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0