Tónlistarstundir sumarsins
Tónleikaröðin Tónlistarstundir á Héraði hefst á þriðjudagskvöld í Egilsstaðakirkju með orgeltónleikum. Haldnir verða sex tónleikar, fernir í Egilsstaðakirkju og tvennir í Vallaneskirkju. Allir eru velkomnir á tónleikana og það er enginn aðgangseyrir.
Dagskrá tónleikaraðarinnar er eftirfarandi.
Tónlistarstundir – Lenka Mateova og Kittý Kovács -Þriðjudaginn 12. júní kl. 20 í Egilsstaðaskirkju
Lenka Mateova organisti í Kópavogskirkju, sem áður var á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Heydölum og Kittý Kovács organisti á Vestmannaeyjum, nýútskrifaður einleikari frá Tónskóla þjóðkirkjunnar.
Tónlistarstundir – Kammerkór Egilsstaðakirkju – Fimmtudaginn 14. júní klukkan 20 í Vallaneskirkju
Kammerkór Egilsstaðakirkju, undir stjórn Torvalds Gjerde, syngur tónleika á Tónlistarstund í Vallaneskirkju, fimmtudaginn 14. júní klukkan 20. Á efnisskránni eru til dæmis falleg íslensk sem og erlend vor- og sumarlög auk tveggja kafla úr Missa Papae Marcelli eftir Palestrina.
Tónlistarstundir – Tinna Þorvalds Önnudóttir og Alda Rut Garðarsdóttir – Fimmtudaginn 21. júní klukkan 20 í Egilsstaðakirkju
Tinna Þorvalds Önnudóttir, mezzósópran, ættuð úr Berufirði og Alda Rut Garðarsdóttir, píanó, frá Stöðvarfirði.
Tónlistarstundir – Framhaldsnemar á fiðlu og píanó frá Egilsstöðum – Fimmtudaginn 28. júní klukkan 20 í Egilsstaðakirkju
Framhaldsnemar á fiðlu og píanó frá Egilsstöðum, Charles Ross, selló, tónlistarkennari á Héraði og Torvald Gjerde, píanó og orgel, organisti og tónlistarkennari á Héraði.
Tónlistarstundir – Sóley Þrastardóttir, flauta, og Öystein M. Gjerde, gítar – Sunnudaginn 1. júlí klukkan 20 í Vallaneskirkju
Sóley Þrastardóttir, flauta, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum og Öystein M. Gjerde, gítar, tónlistarkennari á Héraði.
Tónlistarstundir – Olga vocal, 5-manna sönghópur, frá Hollandi -Sunnudaginn 8. júlí klukkan 17 í Egilsstaðakirkju
Olga vocal, 5-manna sönghópur, frá Hollandi, þar á meðal tveir Íslendingar. Hópurinn hefur komið fram í ýmsum löndum, einnig í íslensku sjónvarpi.
Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Fljótsdalshéraði, Alcoa, Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju.
Posted on 11/06/2018, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0