Kvöldmessa í Seyðisfjarðarkirkju
Þegar vorar er fátt huggulegra en að sækja kvöldmessu. Sunnudaginn 22. apríl er kvöldmessa kl. 20. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng, undir stjórn Sigurbjargar Kristínardóttur, organista. Ægir Örn Sveinsson, guðfræðingur og afleysing héraðsprests ætlar að þjóna og prédika og það er sérstaklega ánægjulegt að fá svo góðan liðsauka. Sr. Sigríður Rún þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. Kaffi í safnaðarheimili eftir messu
Verið velkomin
Posted on 18/04/2018, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0