Aðventukvöld í Bakkagerðiskirkju
Aðventukvöld í Bakkagerðiskirkju, Borgarfirði eystra, mánudaginn 11. desember kl. 20:00.
Bakkasystur syngja aðventu- og jólalög og leiða almennan söng undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar organista. Þær Zlata og Alexandra í kirkjuskólanum munu einnig syngja og kveikja aðventuljósin. Tinna Jóhanna Magnusson kennari segir frá sænskum lúsíuhefðum. Sr. Þorgeir Arason leiðir aðventukvöldið og flytur hugvekju. Kvöldsopi í Heiðargerði eftir stundina. Verið velkomin!
Posted on 06/12/2017, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0