Að komast af þrátt fyrir jólin
Að komast af þrátt fyrir jólin – samvera um sorg og missi í nánd hátíðar í Kirkjuselinu í Fellabæ fimmtudaginn 30. nóvember kl. 20:00
Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sérþjónustuprestur hjá Þjóðkirkjunni, talar um hátíðina framundan og sorgina en jólin geta reynst syrgjendum erfið tími. Kristinn Ágúst hefur um þrjátíu ára reynslu af prestsskap auk sérmenntunar í sálgæslu og sáttamiðlun.
Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina. Drífa Sigurðardóttir og félagar úr Kór Áskirkju flytja hugljúfa tónlist. Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.
Kaffi og spjall í lok stundar.
Allir velkomnir!
Posted on 27/11/2017, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0