Síðustu tónlistarstundir sumarsins
Tvær tónlistarstundir eru eftir í sumar:
Egilsstaðakirkja fimmtudaginn 6. júlí kl. 20:
Sesselja Kristjánsdóttir mezzosópran
Ágúst Ólafsson baritón
Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari
Fyrri hluti tónleikanna er helgaður íslenskum sönglögum. Val sönglaganna endurspeglar að einhverju leyti það sem er í uppáhaldi hjá flytjendum og er af nógu að taka enda safn íslenskra sönglaga endalaus fjársjóður. Í seinni hluta dagskrárinnar verða fluttar aríur og dúettar úr heimi óperubókmenntanna. Tónleikarnir verða aðgengilegir án þess þó að slá nokkuð af kröfum um vandaða og metnaðarfulla efnisskrá. Sjá nánar hér: https://www.facebook.com/events/1779538995397304/?ti=icl
Egilsstaðakirkja sunnudaginn 9. júlí kl. 20:
Elísabet Þórðardóttir, nýútskrifaður kantor úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar, orgel.
Enginn aðgangseyrir er á tónlistarstundirnar.
Tónlistarstundirnar eru styrktar af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Fljótsdalshéraði, Alcoa, Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju.
Posted on 04/07/2017, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0