Tónlistarstundirnar hafnar

Kirkjulistavika dagur 4-13.jpgTónlistarstundir sumarsins eru hafnar í Egilsstaða- og Vallaneskirkjum. Að vanda hefur Torvald Gjerde organisti kirknanna umsjón með þessari tónleikaröð. Fernir tónleikar eru eftir, næst í Vallanesi fimmtudaginn 22. júní kl. 20. Þar koma fram tónlistarmenn frá Akureyri: Margrét Árnadóttir, sópran og Sigrún Magna Þorsteinsdóttir, harmoníum.

Um flytjendur:

Margrét Árnadóttir hefur stundað söngnám við tónlistarskólann í Mosfellsbæ, tónlistarskólann á Akureyri og lauk burtfaraprófi frá söngskólanum í Reykjavík.  Þá hélt hún til Vínarborgar í Austurríki og stundaði nám við Tónlistarháskólann þar í borg. Þaðan lauk hún námi í ljóða og óratoríusöng annars vegar og hins vegar í óperusöng. Eftir að Margrét fluttist aftur heim til Íslands bætti hún við sig námi í söngkennarafræðum frá söngskólanum í Reykjavík og síðan 2013 hefur hún kennt söng við Tónlistarskólann á Akureyri. Margrét hefur í gegnum tíðina komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Hún hefur farið reglulega til Þýskalands þar sem hún hefur komið fram á tónleikum hjá umboðsfyrirtækinu Platin scala. Margrét tók þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á söngleiknum Söngvaseiður. Hún hefur haldið ýmsa einsöngstónleika þar sem hún hefur tekið fyrir þemabundið viðfangsefni.
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir stundaði tónlistarnám í Tónlistarskólanum á Akureyri, Tónlistarskólanum í Reykjavík, við Tónskóla þjóðkirkjunnar og í Konunglega danska tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hún meistaraprófi í kirkjutónlist undir handleiðslu prof. Bine Bryndorf. Í námi sínu lagði hún sérstaka áherslu á barnakórstjórn, tónlistaruppeldi barna og kenningar um tónlistarþroska barna. Hún heldur reglulega tónlistarnámskeið fyrir foreldra ungbarna.
Sigrún hefur starfað sem organisti og kórstjóri í Reykjavík, í Kaupmannahöfn og á Akureyri. Sigrún starfar nú sem  organisti  við Akureyrarkirkju, við Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal og kennir við Tónlistarskólann á Akureyri. Hún hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis bæði sem einleikari, meðleikari og kórstjóri. Sigrún fékk úthlutað listamannalaunum frá íslenska ríkinu árið 2016.

Aðrar tónlistarstundir fram undan:

Fim 29. júní – Egilsstaðir kl. 20: Ása Jónsdóttir, frá Egilsstöðum, fiðla, er í framhaldsnámi fyrir sunnan. Sigurlaug Björnsdóttir, frá Egilsstöðum, flauta, byrjar í Listaháskólan næsta haust. Suncana Slamnig, píanó.

Fim 6. júlí – Egilsstaðir kl. 20: Sesselja Kristjánsdóttir, mezzosópran og Ágúst Ólafsson, barítón, landsþekkt duo. Eva Þyrí Hilmarsdóttir, eiginkona Ágústs, bjó í æsku á Reyðarfirði, píanó.

Sun 9. júlí – Egilsstaðir kl. 20: Elísabet Þórðardóttir, nýútskrifaður kantor úr Tónskóla þjóðkirkjunnar, orgel.

Enginn aðgangseyrir

Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Fljótsdalshéraði og Alcoa

Posted on 19/06/2017, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: