Egilsstaðakirkja 21.-22. janúar

EgskirkjaÝmislegt um að vera um helgina í Egilsstaðakirkju:

Laugardaginn 21. janúar kl. 11:00-13:30 mun Arnaldur Máni Finnsson guðfræðingur kynna Kyrrðarbæn (Centering Prayer), sem er aldagömul aðferð til að kyrra eigin hugsanir og dýpka sambandið við Guð, sjálfan sig og hið heilaga í lífinu. Aðferðin var kynnt af sr. Guðrúnu Eggertsdóttur í Egilsstaðakirkju í september, góður hópur tók þátt og síðan var kyrrðarbæn iðkuð vikulega í kirkjunni fram á aðventuna. Nú tökum við þráðinn upp aftur með þessari laugardagssamveru, nýir og áhugasamir eru sérstaklega boðnir velkomnir en þeir sem áður hafa iðkað eru hvattir til að koma, rifja upp og taka þátt og njóta þagnarinnar. Hressing í hádeginu. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. (Vakin er athygli á að vikulegar kyrrðarbænarstundir hefjast svo aftur í framhaldinu – miðvikudaginn 25. janúar kl. 17:00-17:30 í kirkjunni (gengið inn um hliðarinngang) – opið hús frá kl. 16:30.)

Sunnudaginn 22. janúar kl. 10:30: Sunnudagaskólinn á sínum stað. Sr. Vigfús Ingvar, leiðtogarnir, brúðurnar og Torvald við flygilinn sjá um stundina.

Sunnudaginn 22. janúar kl. 17:00: Orgeltónleikar í kirkjunni. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti í Akureyrarkirkju, leikur orgelverk samin af konum. Í jafnréttissamfélagi okkar þykir það kannski ekki tiltökumál að kona semji tónlist fyrir orgel en staðreyndin er sú að konur eru skráðar fyrir mjög fáum prósentum orgelverka. Í Danmörku er hlutfallið 1%. Ástæðan er ekki sú að  konur kunni ekki eða vilji ekki semja fyrir orgel. Þær semja yndislega tónlist og sýnishorn af henni má heyra á tónleikunum sem verða klukkustundar langir og er aðgangur ókeypis. Tónskáldin sem hljóma eru Hildigunnur Rúnarsdóttir, Bára Grímsdóttir, Fanny Mendelssohn, Emma Lou Diemer ofl. Sigrún Magna er með kantorspróf úr Tónskóla þjóðkirkjunar og meistarapróf úr Háskólanum í Kaupmannahöfn og hefur komið fram á tónlistarstundum hér á Egilsstöðum með metnaðarfullt prógramm áður.

Posted on 19/01/2017, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: