Fyrsti í aðventu, 27. nóvember
Helgihald í Egilsstaðaprestakalli fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember:
Egilsstaðakirkja: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 10:30. Fyrsta aðventukertið tendrað. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Øysteins M. Gjerde. Rebbi refur og félagar huga að jólunum. Sr. Þorgeir Arason, Torvald Gjerde organisti og leiðtogar sunnudagaskólans þjóna. Kaffi, djús, ávextir og litamynd á sínum stað eftir stundina. Allir velkomnir, stórir og smáir!
Seyðisfjarðarkirkja: Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, organisti Tryggvi Hermannsson. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur. Meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson. Arna Magnúsdóttir leiðir sunnudagaskólann.
Sleðbrjótskirkja í Jökulsárhlíð: Aðventukvöld kl. 20:00. Ræðumaður er Stefán Bogi Sveinsson. Tónlistaratriði ættuð frá Torfastöðum og Skriðufelli, upplestur o.fl. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur. Organisti og söngstjóri er Daníel Arason. Heitt á könnunni eftir stundina. Allir velkomnir! Þorgeir Arason sóknarprestur og sóknarnefnd Sleðbrjótssóknar.
Posted on 21/11/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0