Tvær guðsþjónustur á Héraði 4. september
Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 11.
Væntanleg fermingarbörn vorsins 2017 í Egilsstaðaprestakalli eru boðin sérstaklega velkomin til kirkju ásamt forráðamönnum og kynningar- og skráningarfundur vegna fermingarstarfanna verður að athöfn lokinni.
Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir predikar, sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og sr. Þorgeir Arason þjóna fyrir altari, organisti er Torvald Gjerde. Félagar úr Kór Egilsstaðakirkju leiða sönginn. Meðhjálpari Ásta Sigfúsdóttir. Allir velkomnir.
Guðsþjónusta í Kirkjubæjarkirkju kl. 14.
Prestur er Þorgeir Arason, organisti Jón Ólafur Sigurðsson og Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur. Meðhjálpari er Gunnar Guttormsson og kirkjuvörður Svandís Skúladóttir.
Kaffisala Kvenfélags Hróarstungu verður í Tungubúð að athöfn lokinni.
Allir velkomnir!
Posted on 31/08/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0