50 ára vígsluafmæli Valþjófsstaðarkirkju
Vígsluafmæli og orgelblessun
21. ágúst kl. 14
Þann 3. júlí síðastliðinn voru liðin fimmtíu ár frá vígslu Valþjófsstaðarkirkju. Af því tilefni verður hátíðarmessa í kirkjunni sunnudaginn 21. ágúst kl. 14.
Þá verður einnig nýtt orgel kirkjunnar tekið í notkun en það var keypt frá Johannus orgelverksmiðjunni í Hollandi nú í sumar með veglegum styrk frá Fljótsdalshreppi.
Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, sr. Þorgeir Arason, prédikar. Prófastur Austurlandsprófastsdæmis, sr. Davíð Baldursson, þjónar fyrir altari ásamt sr. Láru G. Oddsdóttur, fyrrverandi sóknarpresti Valþjófsstaðarprestakalls og sr. Ólöfu Margrét Snorradóttur, presti í Egilsstaðaprestakalli. Leikmenn úr röðum sóknarbarna annast ritningarlestur. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson, kór Valþjófsstaðarkirkju syngur ásamt gestum. Margrét Lára Þórarinsdóttir syngur einsöng. Meðhjálpari Anna Bryndís Tryggvadóttir.
Boðið er til kaffisamsætis að messu lokinni í Végarði.
Allir velkomnir.
Posted on 18/08/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0