Sunnudagur 21. febrúar – konudagurinn
Verið velkomin til kirkju
Egilsstaðakirkja 21. febrúar:
Sunnudagaskóli kl. 10.30
Líf og fjör að vanda í sunnudagaskólanum. Söngur, sögur og brúðuleikrit. Allir fá límmiða og svo er djús og dund að stundinni lokinni. Umsjón: sr. Þorgeir Arason ásamt leiðtogum sunnudagaskólans.
Konudagsmessa kl. 17
,,Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt“ (Matt. 15.28)

Héraðsdætur syngja í konudagsmessunni 21. febrúar
Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjóna í konudagsmessu. Konur úr kvenfélaginu Bláklukku og messuþjónahóp kirkjunnar aðstoða. Meðhjálpari Þórdís Kristvinsdóttir.
Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng ásamt Héraðsdætrum. Organisti Torvald Gjerde. Stjórnandi kvennakórsins er Margrét Lára Þórarinsdóttir og undirleikari Tryggvi Hermannsson.
Kaffi og konfekt eftir messuna.
Allir hjartanlega velkomnir.
Posted on 18/02/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0