
Sunnudaginn 7. febrúar verður fjölskylduguðsþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 10:30.
Þetta er árleg „5 ára messa“ í kirkjunni, þ.e. börn sem verða fimm ára á árinu (fædd 2011) eru sérstakir heiðursgestir og fá bókagjöf frá kirkjunni. Öll börn og fullorðnir velkomnir.
Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Öysteins M. Gjerde. Organisti Torvald Gjerde.
Prestur er Þorgeir Arason og leiðtogar sunnudagaskólans taka einnig þátt að ógleymdum Mýslu og Rebba!
Fermingardrengir bjóða upp á kirkjukaffi eftir stundina.
Fjölmennum!
Líkar við:
Líka við Hleð...
Færðu inn athugasemd
Comments 0