,,Má bjóða þér að gefa í baukinn?“
Væntanleg fermingarbörn á Héraði og Seyðisfirði ganga í hús og safna fé til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.
3. nóvember milli kl. 17 og 19 ganga börn í Fellabæ í hús.
4. nóvember milli kl. 18 og 20 ganga börn í hús á Egilsstöðum og Seyðisfirði.
Áður en börnin ganga í hús fá þau fræðslu um það hvernig vatnsþró, vatnstankur eða brunnur með hreinu vatni getur gjörbreytt lífi fólks til hins betra: Heilsufar batnar; stúlkur sem áður sóttu vatn um langan veg fá tíma til að sækja skóla; með áveitu verður til meiri og betra fæða og svo koll af kolli.
Með því að taka þátt í fjáröflunarverkefninu fá börnin innsýn í líf jafnaldra sinna í starfssvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku og kynnast erfiðleikum sem þau búa við. Fermingarbörnin fá líka tækifæri til að ræða um ábyrgð okkar allra á því allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.
Í nóvember 2014 söfnuðu fermingarbörn á landinu öllu 8.162.460 krónum til vatnsverkefna Hjálparstarfsins í Eþíópíu og Úganda. Söfnunin í ár er sú sautjánda í röðinni en framlag fermingarbarna og stuðningur þeirra er ómetanlegur og kann Hjálparstarfið þeim bestu þakkir fyrir!
Með von um að þú, lesandi góður, takir vel á móti fermingarbörnunum sem banka upp á hjá þér með söfnunarbauk Hjálparstarfs kirkjunnar í hönd. Ef þú ert ekki heima, skilja þau eftir miða með greiðsluupplýsingum um bankareikninn sem hægt er leggja inn á: 0334 – 26 – 56200, kt. 450670-0499. Bestu þakkir!
Posted on 03/11/2015, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0