Sunnudagurinn 18. október
Sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju kl. 10:30. Mýsla og Rebbi á sínum stað, nýr límmiði, fjörugur söngur og djús og dund eftir stund. Barn verður borið til skírnar í stundinni.
Hádegismessa í Egilsstaðakirkju kl. 12:00. Prestur Þorgeir Arason, organisti Torvald Gjerde, kór Egilsstaðakirkju og félagar úr messuhópi taka þátt. Molasopi eftir messuna.
Messa í Seyðisfjarðarkirkju kl. 11:00. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng og organisti er Sigurður Jónsson. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjónar og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.
Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimili Seyðisfjarðarkirkju. Umsjón hefur Arna Magnúsdóttir ásamt góðum leiðtogum. Kaffi og kökur í safnaðarheimili eftir stundina.
Allir velkomnir til kirkju.
Posted on 15/10/2015, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0