Sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju
Sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju byrjar aftur 13. september
og verður alla sunnudaga í vetur í kirkjunni kl. 10:30 (ATH! Breyttur tími)
Smellið hér til að sjá glænýtt og fjörugt kynningarmyndband sunnudagaskólans!
Saga, hreyfisöngvar, brúður, bænir og kirkjuleikfimi!
Djús, ávextir og litastund í lok hverrar samveru, sem er um klukkustund að öllu meðtöldu.
Sunnudagaskólinn er sérstaklega sniðinn að þörfum yngstu barnanna (leikskóla og yngstu grunnskólabarna) en allir eru alltaf velkomnir, stórir og smáir. Að sjálfsögðu fylgir enginn kostnaður þátttöku.
Í upphafi vetrar fá börnin hæðarmæli (plakat) sem hægt er að hengja upp heima og safna svo nýjum límmiða á plakatið á hverjum sunnudegi vetrarins.
Leiðtogar í vetur verða Dagmar Ósk Atladóttir, Guðný Jónsdóttir, Torvald Gjerde við píanóið, sr. Þorgeir, Aðalheiður Ósk og Elísa Petra auk þess sem fermingarbörnin eru til aðstoðar.
Posted on 08/09/2015, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0