Guðsþjónusta og upphaf fermingarstarfanna
Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 30. ágúst kl. 11:00.
Félagar úr kirkjukórnum leiða létta sálma við undirleik Torvalds Gjerde
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og sr. Þorgeir Arason þjóna.
Allir velkomnir!
Guðsþjónustan markar upphaf fermingarstarfa vetrarins á Héraði og hefur öllum unglingum á svæðinu, sem fæddir eru árið 2002, og forráðamönnum þeirra, verið sent bréf þar sem þau eru boðin sérstaklega velkomin til kirkju þennan dag.
Að lokinni guðsþjónustu fer fram skráning fermingarbarnanna og tilhögun starfsins í vetur kynnt stuttlega fyrir væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum/forráðamönnum. Dagskrá lokið ekki seinna en kl. 12:30.
Þau sem ekki geta mætt í Egilsstaðakirkju á sunnudaginn en vilja skrá sig í fermingarundirbúning eru vinsamlegast beðin að hafa samband við sóknarprest Egilsstaðaprestakalls (netfang: thorgeir.arason@kirkjan.is, sími: 471-2724 / 847-9289) og láta vita af forföllum.
Posted on 26/08/2015, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0