Ljóðamessa í Egilsstaðakirkju á sunnudagskvöld
Sunnudaginn 26. júlí kl. 20:00, verður haldin ljóðamessa í Egilsstaðakirkju. Séra Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar.
Kór og organisti verða í hvíld, en í staðinn verður hið talaða orð, skáldskapurinn, í brennidepli. Messan verður með hefðbundnu sniði að því undanskildu að í stað sálmasöngs lesa austfirsk skáld frumsamin ljóð með andlegu og trúarlegu ívafi. Skáldin sem leggja hönd á plóg í ljóðamessunni eru Arnar Sigbjörnsson, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, Ingunn Snædal, Sigurður Ingólfsson og Stefán Bogi Sveinsson.
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir og vonast aðstandendur til að sem flestir láti sjá sig.
Posted on 21/07/2015, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0