Hvítasunnudagur í Egilsstaðaprestakalli

Hvítasunnan er ein af þremur stórhátíðum kristinnar kirkju. Hún er stofnhátíð kirkjunnar, því að á hvítasunnunni fengu lærisveinarnir kraft heilags anda til að boða trúna á Jesú og samfélag kirkjunnar varð til. Víða um land er gjarnan fermt um hvítasunnuna, og svo er einnig hér í Egilsstaðaprestakalli. Fjórar guðsþjónustur verða í prestakallinu á hvítasunnudag, 28. maí, og eru þær allar öllum opnar:

Egilsstaðakirkja: Hátíðarmessa kl. 10:30 – Ferming. Sr. Þorgeir Arason og Gunnfríður Katrín Tómasdóttir fræðslufulltrúi. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Sándor Kerekes. Meðhjálpari Íris Randversdóttir.

Áskirkja í Fellum: Hátíðarmessa kl. 11:00 – Ferming. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Kór Áskirkju. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Meðhjálpari Bergsteinn Brynjólfsson.

Þingmúlakirkja: Hátíðarmessa kl. 14:00 – Ferming. Sr. Þorgeir Arason. Sveitakórinn – Kór Vallaness og Þingmúla. Organisti Sándor Kerekes. Meðhjálpari Magnús Karlsson.

Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum: Hátíðarmessa kl. 17:00 á Hamri (sal 3. hæð). Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Sándor Kerekes.

Posted on 27/05/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: