Spurningarkeppni fermingarbarnanna!

Úrslit í spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi fóru fram föstudaginn 17. mars í Kirkjuselinu í Fellabæ. Þrjú lið stóðu eftir frá fyrstu umferð keppninnar sem fór fram í fermingarbúðum í Eiðum sl. haust og þau voru Egilsstaðir, Reyðarfjörður og Vopnafjörður.
Hvert lið tefldi fram þremur fulltrúum sem höfðu undirbúið sig vel í fyrirfram ákveðnum flokkum sem voru Biblíusögur, minnisvers, boðorðin 10 og almenn þekking. Keppnin var jöfn og spennandi en á lokametrunum hafði Reyðarfjörður betur og fór sem sigurveigari heim.
Stigaverðir og dómarar voru Unnar og Sebastian (sjá mynd) og eru þeir einmitt gamlir sigurveigarar úr keppninni á sínum tíma en nú eru þessir ungu menn að útskrifast úr menntaskóla.
Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson prestur í Austfjarðaprestakalli samdi spurningar keppninnar ásamt sr. Þorgeiri Arasyni sóknarpresti í Egilsstaðaprestakalli, og leiddi Benjamín keppnina með þokka og samkvæmni. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Egilsstaðaprestakalli og Gunnfríður Katrín Tómasdóttir fræðslufullrúi í Austurlandsprófastsdæmi voru gestgjafar að þessu sinni og tóku örlátlega á móti fullum sal í Kirkjuselinu sem fylgdu sínu fólki til stuðnings. Þá var sr. Þuríður Björg Wiium sú sem kom lengstan veg með fullan bíl af frábærum unglingum frá Vopnafirði.
Spurningakeppni fermingarbarnanna á Austurlandi þakkar sérlega Biblíufélaginu og Kirkjuhúsinu fyrir að styrkja keppnina með veglegum vinningum.
Posted on 18/03/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0