Flæðimessa með ungu fólki í aðalhlutverki

Sunnudagskvöldið 19. mars kl. 20 verður leikið á als oddi í Egilsstaðakirkju í flæðimessu þar sem unga fólkið okkar leikur aðalhlutverk. Við íhugum gjafir Guðs og hvernig okkur er séð fyrir því góða sem við þörfnumst. Gleði, söngur og mikil virkni út um alla kirkju!
Öll fermingarbörn á Héraði og Seyðisfirði halda um taumana og þjóna, ásamt kór Egilsstaðakirkju, Sándor organista, Gunnfríði fræðslufulltrúa og prestunum.
Innilega velkomin í Flæðimessuna okkar!
Posted on 18/03/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0