Sálmaveisla í Egilsstaðakirkju
Það er komin ný sálmabók! Af því tilefni verður boðið til Sálmaveislu í Egilsstaðakirkju um sálma og helgihald kirkjunnar LAUGARDAGINN 5. NÓVEMBER. Fróðleiksmolar og samtal um helgihald og sálma og MIKILL SÖNGUR.
Sálmaveislan er sérstaklega hugsuð fyrir kórfélaga og söngfólk, sóknarnefndir, organista og presta á svæðinu og hvaðan sem er af landinu! Og öll önnur sem unna söng og samveru eru velkomin.
Sálmaveislan er gott tækifæri til að hittast og eiga gott samfélag, kynnast nýju sálmabókinni, rifja upp kynni við eldri sálma og upplifa nýjar leiðir í því hvernig sálmar og helgihald haldast í hendur.
Í grófum dráttum er fyrri partur dagsins er helgaður sálmum og messuliðum (hvaða sálmar ganga t.d. sem miskunnarbæn, dýrðarsöngur, heilagur og Guðs lamb?) og seinni partur dagsins helgaður aðventu- og jólasálmum. Við byrjum daginn á sjóðheitu kaffi og nýbökuðum kleinum og súpan í hádegi er þekkt um allan fjórðunginn fyrir bragðgæði og frumlegheit.

Dagurinn okkar verður svona:
10.00 Fólk mætir á staðinn. Kaffi og kleinur í boði í kirkjuvængnum
10.15 Morgunbæn og sálmar í umsjón prófasts Austurlandsprófastsdæmis, sr. Sigríðar Rún Tryggvadóttur
10.30 Söngmálastjóri kirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, segir frá nýrri sálmabók og leiðir valda sálma með organistum og kórum
11.15 Þorgeir Arason fjallar um tengsl sálma og helgihalds, brotið upp með söng
11.50 Jóni Ólafi Sigurðssyni þakkað dýrmætt og óeigingjarnt starf í þágu kóra- og sálmastarfs á Austurlandi
12.00 Matarhlé og kaffisopi (safnaðarheimili Hörgsás 4 og kirkjuvængur)
12.50 Jón Ólafur Sigurðsson segir frá starfi sínu í sálmabókarnefnd
13.10 Margrét Bóasdóttir leiðir kynningu og söng á aðventu- og jólasálmum í nýju sálmabókinni. Kórar og organistar slást í hópinn
14.30 Fyrirspurnir og samtal um nýja sálmabók og þýðingu sálma í trúarlífinu
14.50 Veislulok
Til að auðvelda undirbúning er fólk beðið að láta vita um væntanlega þátttöku á netfangið: sigridur.run.tryggvadottir@kirkjan.is
Facebook viðburður er hér: https://www.facebook.com/events/1192380997984067
Posted on 30/10/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0