Stuðningshópur – Missir og sorg

Stuðningshópur fyrir fólk sem hefur misst ástvin fer næst af stað þriðjudaginn 18. október kl. 17:30-19:00 í Kirkjuselinu í Fellabæ. Hópurinn mun hittast sex þriðjudaga í röð (fram að aðventu). Umsjón hefur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Slíkir hópar, sem helgaðir eru samtali um missi og sorg, eru að jafnaði í boði einu sinni til tvisvar á ári hér í Egilsstaðaprestakalli. Markmiðið með stuðningshópnum er að fólk sem hefur misst ástvin geti leitað stuðnings og deilt með öðrum sameiginlegri reynslu. Í sorgarhópum á sér ekki stað formleg meðferð, heldur samtal. Í sorgarhópum er ekki leitast við að ýta sorginni í burtu eða að þrýsta á viðkomandi að „lífið haldi áfram“ eins og stundum er sagt. Samfélag með öðrum sem hafa misst getur verið hjálplegt til að bera sorgina og horfast í augu við breyttan hversdag. Fjöldi í hóp er takmarkaður til að öll sem vilja hafi tækifæri til að tjá sig. Þátttaka er að kostnaðarlausu og engin skilyrði eru um trúfélagsaðild eða annan bakgrunn, en athugið að starf hópsins fer fram á íslensku.

Skráning og nánari upplýsingar á egilsstadakirkja@gmail.com og hjá prestunum.

Posted on 10/10/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: