Leikmannastefna 2022
Leikmannastefnan 2022 verður haldin á Austurlandi og það er sóknarnefnd Egilsstaðakirkju sem hefur veg og vanda að undirbúningi hennar. Föstudaginn 30. september koma saman fulltrúar frá öllu landinu og eiga heila helgi saman þar sem málefni kirkju og kristni verða rædd, auk þess sem lista og skemmtunar frá Austurlandi verður notið í góðum félagsskap.
Leikmannastefna verður sett með guðsþjónustu í Egilsstaðakirkju og verður slitið með helgistund í Valþjófsstaðarkirkju. Ráðstefnan sjálf er haldin á Hallormsstað í dásamlegri náttúru Fljótsdalshéraðs.
Í gær fór undirbúningshópur frá Egilsstaðakirkju í vettvangsferð í Hallormsstað og er myndin tekin við það tilefni fyrir framan tjaldið góða sem Heiðrún hótelstýra sýndi.

Posted on 15/09/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0