Viðburðir á döfinni:
EGILSSTAÐAKIRKJA:
Tónlistarstund þriðjudaginn 23. ágúst kl. 20:00.
Mattias Wager, dómorganisti í Stokkhólmi, leikur á orgel. Enginn aðgangseyrir.
KIRKJUMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS VIÐ EIÐAVATN:
30 ára afmælishátíð Sumarbúðanna við Eiðavatn verður haldin sunnudaginn 21. ágúst kl. 11-14.
Helgistund í anda sumarbúðanna, bátar, leikir, grillaðar pylsur og fleira skemmtilegt. Velkomin – enginn aðgangseyrir.
SKRIÐUKLAUSTUR:
Útiguðsþjónusta – samkirkjuleg – við rústir gömlu klausturkirkjunnar á Skriðu
sunnudaginn 21. ágúst kl. 14:00.
Kristín Þórunn Tómasdóttir og Pétur Kovacik, prestar lúthersku og kaþólsku kirkjunnar, þjóna saman ásamt Solveigu Láru Guðmundsdóttur Hólabiskupi. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
ÞINGMÚLAKIRKJA í Skriðdal:
Sunnudagurinn 21. ágúst
Kvöldmessa kl. 20:00
Prestur Þorgeir Arason.
Organisti Sándor Kerekes.
Almennur söngur. Kaffi eftir messu. Verum velkomin!
Posted on 15/08/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0