Gönguguðsþjónusta Egilsstöðum 14. ágúst
Egilsstaðakirkja: Gönguguðsþjónusta sunnudaginn 14. ágúst kl. 20:00.
Samveran hefst í kirkjunni með stuttri helgistund og söng.
Síðan verður gengin þægileg kvöldganga um bæinn og staðnæmst nokkrum sinnum til bæna.
Á hverjum áningarstað mun Guttormur Metúsalemsson flytja fróðleiksmola í tengslum við það sem fyrir augu ber.
Kaffisopi í kirkjunni í göngulok.
Prestur er Þorgeir Arason og nýr organisti okkar, Sándor Kerekes, leikur í fyrsta skipti við athöfn í Egilsstaðakirkju við þetta tilefni.
Verum velkomin!
Posted on 08/08/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0