Sjómannadagurinn, 12. júní
Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.

Bakkagerðiskirkja
Á sjómannadaginn er að vanda guðsþjónusta á Borgarfirði kl. 11:00. Vegna veðurspár verður sjómannadagsmessan í Bakkagerðiskirkju að þessu sinni (ekki við höfnina).
Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir. Verið velkomin!
Seyðisfjarðarkirkja
Á sjómannadag er kvöldguðsþjónusta kl 20.00
Hátíðarræðu flytur Tryggvi Gunnarsson. Sjómannsfrúr lesa ritningalestra.
Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Rusa Petriashvili.
Útskrift úr Leiðtogaskóla Kirkjunnar.
Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson
Kaffi og konfekt í safnaðarheimili eftir messu.
Posted on 07/06/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0