Útvarpsmessur frá Austurlandi teknar upp í Egilsstaðakirkju
Dagana 22. og 23. apríl verða teknar upp sex útvarpsmessur í Egilsstaðakirkju, þar sem prestar, kórar og safnaðarfólk víða að af Austurlandi tekur þátt. Guðsþjónustunum verður útvarpað í sumar, að sjálfsögðu á Rás 1 á sunnudögum kl. 11:00. Guðsþjónusturnar (upptökurnar) eru öllum opnar og fólk hvatt til að leggja leið sína í Egilsstaðakirkju þessa daga. Guðsþjónusturnar fara fram og verða teknar upp sem hér segir:
Föstudagurinn 22. apríl
kl. 19:30: Fellabær. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir og Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni. Kór Áskirkju syngur. Organisti Drífa Sigurðardóttir.
Laugardagurinn 23. apríl
kl. 11:00: Vopnafjörður. Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir. Kór Vopnafjarðar- og Hofskirkna syngur. Organisti Stephen Yates.
kl. 13:00: Djúpivogur. Sr. Alfreð Örn Finnsson. Kór Djúpavogskirkju syngur. Organisti Guðlaug Hestnes.
kl. 15:00 Seyðisfjörður. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur. Organisti Rusa Petriashvili.
kl. 16:30 Hérað/ Borgarfjörður. Sr. Þorgeir Arason. Kórar Bakkagerðis-, Eiða-, Kirkjubæjar- Sleðbrjóts – og Valþjófsstaðarkirkna syngja. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
kl. 18:00 Egilsstaðir. Sr. Þorgeir Arason og Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Torvald Gjerde
Posted on 19/04/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0