Missir, sorg og börn
Fræðslusamvera í Kirkjuselinu í Fellabæ miðvikudaginn 16. mars kl. 20:00.
Sr. Guðný Hallgrímsdóttir MTh, prestur fatlaðra, fjallar um sorg og sorgarviðbrögð með áherslu á missi barna og unglinga.
Dauðinn og sorgin vitja okkar allra á einhverjum tímapunkti. Stundum er þó eins og spilin séu vitlaust gefin og við, eða fólkið í kringum okkur, verður fyrir missi sem hefur þungbær áhrif á okkur. Þá er vonin um betri tíð nauðsynleg. Hluti af þeirri von felst í að sem flestir séu meðvitaðir um sorgarferlið og geti brugðist við með stuðning og umhyggju að leiðarljósi. Og hér á Héraðinu þekkjum við erfið áföll sem markað hafa spor í okkar samfélag. Þjóðkirkjan á svæðinu býður því til fræðslusamveru í Kirkjuselinu í Fellabæ (sama bygging og íþróttahúsið, aðkoma að norðanverðu) miðvikudagskvöldið 16. mars nk. kl. 20:00-21:30. Yfirskriftin er „Missir, sorg og börn.“ Fjallað verður almennt um sorg og sorgarviðbrögð en áhersla lögð á missi barna og unglinga, sorgarviðbrögð þeirra og hvað við sem eldri erum getum gert til að koma til móts við þau.
Fyrirlesari er sr. Guðný Hallgrímsdóttir, MTh, prestur fatlaðra. Hún hefur sinnt sálgæslu í störfum sínum sem sérþjónustuprestur í um 30 ár, lokið framhaldsnámi á því sviði og haldið fjölda námskeiða um efnið, m.a. hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Foreldrar jafnt sem fagfólk og önnur áhugasöm eru hvött til að mæta. Ókeypis aðgangur. Verið velkomin.
Posted on 07/03/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0