Safnaðarstarf á vorönn

Safnaðarstarfið er nú loks að komast almennilega af stað hjá okkur aftur, eftir hlé vegna samkomutakmarkana á nýja árinu.

Sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju alla sunnudaga kl. 10:30 frá og með 6. febrúar. Umsjón sr. Þorgeir o.fl.

Stjörnustund – kirkjustarf fyrir börn í 1.-4. bekk verður í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju alla mánudaga kl. 16:15-17:30, frá og með 7. febrúar. Umsjón Berglind Hönnudóttir.

Stjörnustund í Kirkjuselinu í Fellabæ alla mánudaga kl. 16:30-17:45 fyrir sama aldurshóp frá og með 14. febrúar. Umsjón sr. Brynhildur Óla Elínardóttir.

TTT – kirkjustarf fyrir börn í 5.-7. bekk verður í fimm vikna lotu í Kirkjuselinu í Fellabæ á fimmtudögum kl. 16:30-18:00 frá 10. mars til 7. apríl. Föndurþema og ferðalag á TTT-mót á Eiðum 1.-2. apríl. Umsjón Berglind Hönnudóttir.

Bíbí – æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.-10. bekk hittist í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á fimmtudögum kl. 20:00-22:00 frá og með 3. febrúar. Umsjón Berglind Hönnudóttir.

Biblíuleshópur hittist í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á miðvikudögum kl. 17:00-18:15 frá og með 2. febrúar, les valda kafla úr guðspjöllunum og ræðir um efnið. Umsjón sr. Þorgeir. Allir velkomnir.

Foreldramorgnar í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju alla fimmtudaga kl. 10:00-12:00 frá og með 3. febrúar.

Bæna- og samverustund í Hlymsdölum alla þriðjudaga kl. 13:30-14:30 frá og með 1. febrúar. Umsjón hafa sr. Brynhildur og Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni.

Opið hús í Kirkjuselinu í Fellabæ alla miðvikudaga kl. 13:00-15:00 þar sem allir eru velkomnir að njóta samfélags yfir kaffiveitingum, handavinnu, spjalli, sögum o.fl. Umsjón hafa sr. Brynhildur og Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni.

Hádegisbæn í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju alla þriðjudaga kl. 12:00, kaffi/te og brauð eftir bænasamfélagið. Bænarefnum má koma til sr. Þorgeirs.

Stuðningshópur vegna ástvinamissis fór af stað í janúar, um er að ræða lokaðan hóp sem hittist í 8 skipti. Slíkur hópur er reglulega í boði til stuðnings í sorgarferlinu. Umsjón hafa Dóra Sólrún djákni og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Posted on 01/02/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: