Aðventustund í Sleðbrjótskirkju

Bak við þennan tengil má finna aðventustund sem tekin var upp í Sleðbrjótskirkju í Jökulsárhlíð fyrir örfáum dögum.

Vegna aðstæðna kemur hún í stað hefðbundins aðventukvölds í Sleðbrjóts- og Kirkjubæjarsóknum þetta árið. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur fallega aðventu- og jólasálma undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar organista. Kristján Ketill Stefánsson syngur einsöng. Stefanía Malen Stefánsdóttir, formaður sóknarnefndar Sleðbrjótskirkju, flytur ávarp. Þorgeir Arason sóknarprestur flytur hugvekju og leiðir bæn. Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar meðhjálpari les ljóðið Aðventu eftir Hákon Aðalsteinsson. Um upptökuna sáu Heiður Ósk Helgadóttir og Hjalti Stefánsson hjá HS Tókatækni. – Á næstu dögum verða einnig birtar á vef Egilsstaðaprestakalls aðventustundir frá Egilsstaðakirkju og frá Eiða- og Hjaltastaðarsóknum.

Posted on 14/12/2021, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: