Gönguguðsþjónusta á Egilsstöðum 15. ágúst

Egilsstaðakirkja:

Gönguguðsþjónusta sunnudaginn 15. ágúst kl. 20 – Sameinum helgihald, útivist og fræðslu um bæinn okkar!

Stundin hefst í Egilsstaðakirkju kl. 20 með stuttri hugvekju og söng. Síðan verður gengin þægileg kvöldganga um bæinn og staðnæmst nokkrum sinnum til bæna og ritningarlestra. Á hverjum áningarstað mun Sigurjón Bjarnason flytja fróðleiksmola tengda Egilsstaðabæ og sögu hans. Prestur er Þorgeir Arason og meðhjálpari Auður Ingólfsdóttir.

Áætlað er að gönguguðsþjónustan taki um klukkustund. Henni lýkur í Egilsstaðakirkju þar sem við fáum okkur léttan kvöldsopa að göngu lokinni.

Verum velkomin!

(Myndina að ofan tók Jónas Þór Jóhannsson.)

Posted on 09/08/2021, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: