Æskulýðsmessa í Egilsstaðakirkju!
Sunnudaginn 21. mars kl. 20 er æskulýðsmessa í Egilsstaðakirkju.
Kór kirkjunnar syngur, organisti Torvald Gjerde. Berglind Hönnudóttir leiðir stundina ásamt sr. Ólöfu Margréti Snorradóttur.
Vænst er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra.
Velkomin til kirkju og gætum að sóttvörnum!
Vegna sóttvarnarreglna þurfa kirkjugestir að skrá sig á þar til gerð blöð í kirkjunni með nafni, kt. og símanúmeri.
Sálmur 893
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag,
megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi
þig Guð í hendi sér.
Bjarni Stefán Konráðsson
Posted on 20/03/2021, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0