Aðventustund fyrir syrgjendur
Aðventa og jól geta verið erfiður tími fyrir þau sem hafa misst ástvin. Um árabil höfum við verið með stund fyrir syrgjendur við upphaf aðventu undir yfirskriftinni Sogin og jólin. Vegna samkomutakmarkanna er slíkt ekki mögulegt í ár. Þess í stað kynnum við fyrir ykkur samverustund í samstarfi Þjóðkirkjunnar, Landsspítala og Sorgarmiðstöðvar. Henni verður sjónvarpað frá Grafarvogskirkju í Ríkissjónvarpinu þann 13. desember kl. 17. Það er sr. Guðrún Karls Helgudóttir sem leiðir stundina.
Posted on 11/12/2020, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0