Tónlistarstundir 2020

Tónlistarstundir sumarið 2020 í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju. Enginn aðgangseyrir.

Dagskrá:
Þri 16. júní – Vallanes kl. 20: Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Svanur Vilbergsson gítar (mynd). Berta er frá Fáskrúðsfirði og hefur lært á Ítalíu, Svanur er frá Stöðvarfirði og hefur lært á Spáni og í Hollandi og er nú einn virkasti og fremsti gítarleikari Íslands.

Fim 25. júní – Vallanes kl. 20: Kammerkór Egilsstaðakirkju ásamt
Sóleyju Þrastardóttur á flauta og Jonathan Law á fiðlu. Torvald Gjerde, organisti, stjórnandi. Á dagskrá eru íslensk og norsk þjóðlög sér útsett fyrir kórinn af stjórnanda hans.

Sun 28. júní – Egilsstaðir kl. 20: Trompettríó:
Sóley Björk Einarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Sigurðarson, bæði frá Akureyri, og Jóhann Ingvi Stefánsson frá Selfossi

Fim 2. júlí – Egilsstaðir kl. 20: Árni Friðriksson tenór og Öystein Magnús Gjerde tenór, Þeir eru báðir að læra hjá Hlín P. Behrens. Alda Rut Garðarsdóttir og Torvald Gjerde meðleikarar. Alda Rut er frá Stöðvarfirði og byrjaði að læra hjá Torvald á sínum tíma, hinir þrír búa á Héraðinu

Sun 5. júlí – Egilsstaðir kl. 20: Ásdís Arnardóttir selló og Jón Sigurðsson píanó. Ásdís býr á Akureyri og Jón í Reykjavík

Fim 9. júlí – Egilsstaðir kl. 20: Torvald Gjerde, organisti kirkjunnar, spilar orgel. Hann er upphaflega frá Noregi en hefur starfað hér í 19 ár.

Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands og Fljótsdalshéraði ásamt kirkjunum tveimur

Posted on 22/06/2020, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: