Gönguguðsþjónusta í Vallanesi sunnudaginn 24. maí kl. 10
Gönguguðsþjónusta – gengið af stað kl. 10, helgistund í kirkju kl. 11
Glöð hefjum við helgihaldið að nýju og sameinum hreyfingu og lofgjörð í gönguguðsþjónustu í fallegu umhverfi Vallaness. Lagt er af stað frá afleggjaranum að Orlofshúsum Landsvirkjunar við Strönd og gengin gömul kirkjuleið að Vallaneskirkju. Þetta er létt ganga á jafnsléttu, á leiðinni er áð til lestra og söngs og lýkur göngunni með guðsþjónustu í Vallaneskirkju.
Safnast er saman við Vallaneskirkju kl. 9:50 og ekið að upphafsstað göngu. Guðsþjónusta hefst í Vallaneskirkju um kl. 11:00 og vitaskuld er einnig hægt að koma beint þangað.
Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir og organisti Torvald Gjerde. Almennur söngur.
Jón Guðmundson mun í kirkjunni á sama tíma opna ljósmyndasýningu sína sem hann nefnir Kyrrð.
Verið velkomin til göngu og kirkju!
Posted on 22/05/2020, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0