Stuðningshópur fyrir syrgjendur
Fimmtudaginn 6. febrúar fer af stað stuðningshópur fyrir syrgjendur
í Kirkjuselinu Fellabæ, kl. 17:30-19:00.
Sigríður Rún Tryggvadóttir og Ólöf Margrét Snorradóttir, prestar í Egilsstaðaprestakalli, leiða hópinn. Skráning og allar nánari upplýsingar veita Ólöf í síma 662 3198 og á netfangið olof.snorradottir@kirkjan.is, og Sigríður Rún í síma 698 4958, netfang sigridur.run.tryggvadottir@kirkjan.is.

Stuðningshópar í sorgarúrvinnslu eru ekki meðferð við sorg, en þeir geta bætt líðan þess sem syrgir og hafa þannig meðferðarlegt gildi. Markmiðið með hópastarfinu er að gefa syrgjendum rými og vettvang til að tjá líðan sína og veita þeim innsýn og skilning á margvíslegum birtingarmyndum sorgarferilsins. Þegar fólk kynnist, sem á það sameiginlegt að hafa misst ástvin, skapast oft dýrmæt samkennd og traust þar sem þátttakendur fá tækifæri til að þiggja stuðning og miðla eigin reynslu. (Sorgarmiðstöð).
Posted on 30/01/2020, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0