Sunnudagaskólinn hefst aftur

Sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju hefst aftur þann 12. janúar og verður núna í Safnaðarheimilinu. Saga, brúður, mikill söngur og hreyfingar, góður boðskapur.
Við fögnum nýja árinu 2020 og bjóðum upp á vöfflur með rjóma og sultu eftir stundina. Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjörnustund hefst svo aftur mánudaginn 13. janúar kl. 16:00-17:10 og verður eins og áður í Safnaðarheimilinu, þar eru allir krakkar í 1.-4. bekk velkomnir.
Sóknarprestur og leiðtogar barnastarfsins
Posted on 09/01/2020, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0