Sunnudagur 3. nóvember – Allra heilagra messa

Egilsstaðakirkja:
Sunnudagaskóli kl. 10.30. Á dögum myrkurs er kósý-stemming í sunnudagaskólanum og við mætum á náttfötunum. Biblíusaga, kirkjubrúður og mikill söngur.
Kvöldmessa á ljúfum nótum kl. 20.00
Við tendrum bænaljós í minningu látinna ástvina og samferðafólks. Torvald Gjerde og kór Egilsstaðakirkju. Prestur er sr. Þorgeir Arason.
Kaffisopi eftir messu
Seyðisfjarðarkirkja:
Sunnudagskóli kl. 11. Biblíusaga, kirkjubrúður og mikill söngur.
Í tilefni Daga myrkurs verðu kaffi með hrekkjavökubrag í safnaðarheimili eftir stundina.
Kvöldmessa kl. 20. Minningardagur látinna, kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.
Við hugleiðum myrkrið og ljósið. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Rusa Petriashvili. Meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.
Posted on 01/11/2019, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0